Vaka fjarlægir umdeilda gáma

Lóð Vöku við Héðinsgötu hefur breyst mikið síðustu mánuði. Gámar …
Lóð Vöku við Héðinsgötu hefur breyst mikið síðustu mánuði. Gámar hafa verið fjarlægðir og létt girðing kemur í þeirra stað á næstunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir hafa staðið yfir á lóð Vöku við Héðinsgötu í Reykjavík að undanförnu. Búið er að fjarlægja gáma sem komið hafði verið fyrir við lóðamörk að Sæbraut.

Óhætt er að segja að ásýnd fyrirtækisins þar hafi tekið stakkaskiptum síðustu mánuði, eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Mikil óánægja var meðal íbúa í Laugarneshverfi með starfsemi Vöku. Kvartað var undan hávaða og mengun eftir að fyrirtækið var flutt þangað í byrjun árs 2020. Þá krafðist Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur þess að Vaka myndi bæta ásýnd og umgengni á lóð fyrirtækisins og héldi starfseminni innan lóðar. Vaka fékk tímabundið starfsleyfi í febrúar á þessu ári.

„Við lofuðum að taka gámana fyrir fyrsta maí. Það var skilyrði fyrir starfsleyfinu,“ segir Reynir Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vöku. Hann segir að við þetta tækifæri hafi verið ákveðið að ráðast í minniháttar jarðvegsskipti á lóð fyrirtækisins. Lóðin verði í kjölfarið sléttuð og sett upp girðing við lóðamörkin við Sæbraut.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert