Eldur kom upp í pressugámi á vinnslustöð Sorpu á Dalvegi um fjögurleytið í dag. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn.
Unnið er nú að því að draga gáminn afsíðis þar sem unnt er að slökkva eldinn en líkur eru á því að eitthvað eldfimt hafi verið í sorpúrgangi sem orsakaði að kviknað hafi í gáminum.