Fóstra fyrirbura-selkóp

Kópurinn Tóbías.
Kópurinn Tóbías. Ljósmynd/Ásgeir Hólm Agnarsson

Hjónin Ásgeir Hólm Agnarsson og Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir, sem eru búsett í Súðavík, tóku nýlega lítinn selkóp í fóstur. 

Að sögn Ásgeirs fannst hann yfirgefinn á Hestfirði í Ísafjarðardjúpi. „Eftir því sem okkur er sagt er hann fyrirburi,“ segir Ásgeir í samtali við mbl.is.

Hjónin hafa fest kaup á uppblásinni útisundlaug þar sem kópurinn Tóbías fær að æfa sig að synda. Ásgeir setur reglulega myndir og myndskeið af kópnum á Instagram-reikninginn sinn, sem hafa vakið mikla lukku. 

Tóbías er svo lítill að hann heldur til inni hjá þeim hjónum og fær jafnvel að kúra hjá þeim. 

Hundurinn á heimilinu, Hnífsdals-Bessi, er mjög hrifinn af kópnum og telur sig eiga hann að sögn Ásgeirs. 

„Þess má einnig geta að Tóbías er kominn með sinn fyrsta styrktaraðila. Arna í Bolungarvík sér honum fyrir öllum rjóma,“ segir Ásgeir.

Skoða má Instagram-reikning Ásgeirs hér.

Hér má sjá nokkrar frábærar færslur, sjón er sögu ríkari:





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert