Fatlaður maður, sem staðið hefur í málarekstri gegn blóðföður sínum vegna kynferðisbrota sem hann varð fyrir á barnsaldri, undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Ríkisútvarpið greinir frá.
Héraðsdómur hafði dæmt manninn í sjö ára fangelsi en Landsréttur sneri dóminum og sýknaði hann.
Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hefði verið gætt að því við skýrslugjöf þolandans að hann gæfi sjálfstæða lýsingu á atvikum málsins. Á það að hafa torveldað möguleika á að meta trúverðugleika framburðar hans.
Lögmaður mannsins segir Landsrétt hins vegar ekki hafa litið til fötlunar mannsins við mat á framburði hans.
Kærði maðurinn föður sinn fyrir kynferðisbrot gegn sér á sjö ára tímabili, frá fjögurra ára aldri til ellefu ára.