Óhreinsað skólp í sjó

Miklr framkvæmdir eru í gangi í Vogabyggð en þessi mynd …
Miklr framkvæmdir eru í gangi í Vogabyggð en þessi mynd var tekin síðasta haust og hefur ýmislegt breyst síðan þá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna vinnu við rafdreifikerfið, til að mæta mikilli uppbyggingu í Vogabyggð, verður rafmagn tekið af skólpdælustöðinni við Gelgjutanga mánudaginn 10. maí, kl. 06:00-08:00. Dælustöðin verður óstarfhæf á meðan og því þarf að veita óhreinsuðu skólpi í sjó við Elliðavog og Arnarvog. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

„Losun skólps í sjó í skamman tíma hefur ekki varanleg áhrif á lífríkið og örverur í skólpi lifa einungis örfáar klukkustundir í sjónum. Rusl í skólpi er stærra vandamál. Það velkist um í sjónum og getur skolað upp í fjörur. Fólk er því minnt á að ekkert á að fara í klósett nema líkamlegur úrgangur og klósettpappír.

Sett verða upp upplýsingaskilti á nokkrum stöðum á gönguleiðum í kringum dælustöðina svo fólk haldi sig fjarri sjónum. Einnig verður fylgst með fjörum á svæðinu næstu daga og ef rusl hefur borist í þær verður það hreinsað,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka