Búið að slökkva eldinn

Slökkviliðið barðist við sinueld rétt í nágrenni við Skútahraun í …
Slökkviliðið barðist við sinueld rétt í nágrenni við Skútahraun í dag. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Tekist hefur að slökkva gróðureld sem upp kom í hrauni á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar eftir hádegi í dag.

Allir á dekk.
Allir á dekk. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Slökkviliðsmenn eru að ljúka störfum en búið var að ráða niðurlögum eldsins um klukkan fjögur að sögn varðstjóra.

Erfitt var fyrst um sinn að slökkva eldinn þar sem hann kviknaði í mosa en leggja þurfti vatnslagnir í hraunið og notast þurfti við brunahana í hverfinu nærri svæðinu.

mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Mosi getur verið erfiður viðureignar og þurfti því að bleyta vel upp í honum til þess að slökkva glóðir.

Eftir að það tókst gengu slökkvistörf vel en ekki er vitað hver upptök eldsins voru. 

Kalla þurfti á aðstoð frá þremur slökkvistöðvum.
Kalla þurfti á aðstoð frá þremur slökkvistöðvum. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert