Tvö smit greindust innanlands í gær og var annar þeirra smituðu í sóttkví við greiningu. Hátt í 200 manns voru skimaðir í Skagafirði í gær vegna fjögurra smita sem staðfest voru í sveitarfélaginu á föstudag. Hátt í 80 manns eru í sóttkví vegna smitanna.
Ekkert smit greindist á landamærunum í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tölur eru ekki uppfærðar á covid.is um helgar en það verður gert klukkan 11 í fyrramálið.