Bifreið og rafmagnsbifhjól skullu saman

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bifreið og rafmagnsbifhjól skullu saman í Grafarvogi á þriðja tímanum í dag. Ökumaður bifhjólsins kenndi sér eymsla og var fluttur á bráðamóttöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Þá barst lögreglu tilkynning um bílveltu í Mosfellsbæ um klukkan fimm síðdegis í dag. Hvorki ökumaður né farþegi kenndu sér meins. 

Klukkan ellefu í morgun barst lögreglunni tilkynning um ósjálfbjarga einstakling sem hafði komið sér fyrir í sófa í verslun í miðborg Reykjavíkur. Einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa á endanum og fær þar að sofa af sér áfengisvímuna.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert