Ungt fólk sem ætlaði að grilla sykurpúða í Guðmundarlundi í Kópavogi um tíuleytið í gærkvöldi hætti við eftir að slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af því.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu áttaði fólkið sig ekki á hættunni á gróðureldum á svæðinu en eftir samtal við slökkviliðið ákváðu þau hætta við að grilla.
Í facebook-færslu slökkviliðsins kemur fram að sex útköll hafi verið á dælubíla síðasta sólarhringinn og fimm af þeim vegna sinubruna eða hættu á sinu vegna óvarkárni eins og opnum eldstæðum eða grillum á viðkvæmum svæðum.
Útköll sjúkrabíla voru 94 síðasta sólahring og sex vegna Covid-19.