Miklar tafir vegna umferðarslyss

Strætisvagninn er illa farinn eins og sjá má á myndinni.
Strætisvagninn er illa farinn eins og sjá má á myndinni. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Miklar umferðartafir eru á Vesturlandsvegi í Ártúnsbrekku á leið vestur vegna umferðarslyss.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo komnu máli.

Uppfært kl. 8.01:

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu lenti strætisvagn í óhappi. 

Tveir sjúkrabílar og tveir dælubílar voru sendir á vettvang. Beita þurfti klippum til að ná bílstjóra strætisvagnsins út og var hann fluttur á slysadeild. Ekki voru fleiri fluttir þangað. 

Stutt er í að viðbragðsaðilar ljúki störfum á vettvangi. 

Uppfært kl. 8.28:

Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi, að sögn varðstjóra. 

RÚV greinir frá því að tveir strætisvagnar hafi lent saman en engir farþegar hafi verið í þeim þegar slysið varð. Öðrum vagninum hafi verið ekið aftan á hinn.

Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert