Ökumaðurinn ekki í lífshættu

Strætisvagninn er illa farinn eins og sjá má á myndinni.
Strætisvagninn er illa farinn eins og sjá má á myndinni. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Engar upplýsingar hafa borist um líðan ökumanns strætisvagns sem var fluttur á slysadeild í morgun eftir árekstur við annan strætisvagn. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. 

Ökumaðurinn er karlmaður á sextugsaldri, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Maðurinn átti að gangast undir rannsóknir í morgun en hann gat staðið uppréttur eftir áreksturinn, sem var harður. 

Ökumaður hins strætisvagnsins er kona og er hún ómeidd. Hún fór á sjúkrahús í morgun til að fá áverkavottorð og var henni gert að hvíla sig.

Vagn­arn­ir voru á akstri í vesturátt á leiðinni að Hlemmi frá höfuðstöðvum Strætós á Hest­hálsi þegar slysið varð rétt fyr­ir klukk­an 7 í morg­un. Eng­ir farþegar voru í vögn­un­um, sem voru merkt­ir „Ekki á leið“. Að sögn Guðmund­ar röskuðust áætlan­ir 1 og 2 fyr­ir vikið en þær eru núna komnar í lag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert