Þrengja að maíspokunum

Sem fyrr munu verslanir geta boðið þessa poka til sölu …
Sem fyrr munu verslanir geta boðið þessa poka til sölu annars staðar. mbl.is/Golli

Frá og með 3. júlí næst­kom­andi munu versl­an­ir ekki hafa niður­brjót­an­lega burðarpoka til sölu á af­greiðslu­svæðum sín­um. Ný lög sem byggj­ast á til­skip­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins girða fyr­ir það.

Pok­arn­ir, sem oft eru nefnd­ir maí­s­pok­ar í dag­legu tali, hafa náð mik­illi út­breiðslu í aðdrag­anda þess að versl­un­um var bannað að selja plast­poka sem burðarpoka und­ir vör­ur sín­ar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Sér­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að bannið nú sé til­komið vegna þess að maí­s­pok­arn­ir inni­haldi í raun plast sam­kvæmt skil­grein­ingu efna­fræðinga. Þótt pok­arn­ir séu niður­brjót­an­leg­ir geti þeir ógnað líf­rík­inu.Versl­an­ir mega áfram selja maí­s­pok­ana, rétt eins og plast­poka, en þó ekki á skil­greind­um kassa­svæðum. Um­hverf­is­stofn­un hvet­ur fólk til að gang­ast hringrás­ar­hag­kerf­inu á hönd, sem feli í sér stór­aukna notk­un marg­nota poka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert