Beint flug frá Ísrael til Íslands

Í Tel Aviv. Dreamliner-þota El Al.
Í Tel Aviv. Dreamliner-þota El Al. AFP

„Ef allt gengur upp koma 50-70 hópar frá Ísrael til Íslands í sumar,“ segir Davíð Jónsson, framkvæmdastjóri bókunarþjónustunnar Hotel Service KEF Airport.

Davíð hefur undanfarnar vikur unnið að þessu verkefni ásamt samstarfsaðila sínum í Ísrael en þeir hafa áður skipulagt ferðir Ísraela hingað. Gengið er út frá því að 23-30 gestir verði í hverjum hópi og að hver gisti að jafnaði 10-12 nætur á Íslandi. Áætlar Davíð að þetta geti skilað 7.500 gistinóttum í sumar.

Flogið með Dreamliner-þotu

Hugmyndin er að fljúga þrisvar frá Tel Aviv til Íslands í sumar á vegum ísraelska flugfélagsins El Al. Flogið yrði með 220 sæta Dreamliner-vél frá Boeing. Jafnframt yrði flogið með ferðamenn frá Ísrael til Íslands með millilendingu í Evrópu, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Magnús Ólafsson, hótelstjóri Landhótels í Rangárþingi ytra, segir komu Bandaríkjamanna, Breta og Ísraelsmanna vekja vonir um að aðsóknin glæðist í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert