Fjölgar í Ásatrúarfélaginu og Siðmennt

Ásatrúarfólk blótar í Öskjuhlíð í desember 2019.
Ásatrúarfólk blótar í Öskjuhlíð í desember 2019. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á tímabilinu 1. desember 2020 til 1. maí síðastliðins var fjölgun skráninga í trú- og lífsskoðunarfélög mest hjá Ásatrúarfélaginu og Siðmennt samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Í Ásatrúarfélaginu fjölgaði félögum um 144 og í Siðmennt fjölgaði um 143.

Mest fækkun var í Zúisma (Zuism) þar sem fækkaði um 151 og í þjóðkirkjunni þar sem fækkaði um 88. Þann 1. maí síðastliðinn voru alls 229.629 skráðir í þjóðkirkjuna.

26 manns eru nú skráðir í nýtt trúfélag, ICCI (Islamic Cultural Centre of Iceland), en það félag var stofnað í síðasta mánuði.

Samkvæmt skráningunni voru 1. maí 28.416 einstaklingur skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða 7,7% landsmanna. Auk þess eru 55.987 manns eða 15,1% með ótilgreinda skráningu.

Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands má finna frekari upplýsingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert