Veruleg aukning hefur orðið í hraunrennsli við eldgosið í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Gosið er nú tvöfalt öflugra en það hefur verið lengst af. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Meðalrennsli síðustu vikuna er 13 rúmmetrar á sekúndu sem er töluvert meira en þeir tæplega átta rúmmetrar á sekúndu sem áður hafa mælst. Þá segir í tilkynningunni að aukið flæði hafi haldist í hendur við hækkandi kvikustróka og öfluga framrás hraunsins í Meradölum. Merki um aukningu hafa þó verið undanfarnar tvær vikur en mælingin nú tekur af öll tvímæli. Rúmmál hraunsins er nú orðið rúmlega 30 milljónir rúmmetra og flatarmál þess tæplega 1,8 ferkílómetrar, segir í tilkynningunni.
Nánar má lesa um gosið á vefsíðu Jarðvísindastofnunar.
Veruleg aukning hefur orðið í hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Frekari upplýsingar er að finna á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans http://jardvis.hi.is/eldgos_i_fagradalsfjalli
Posted by Jarðvísindastofnun Háskólans on Þriðjudagur, 11. maí 2021