Öll meðferð elds bönnuð í Heiðmörk

Sinubruni í Heiðmörk 4. maí síðastliðinn.
Sinubruni í Heiðmörk 4. maí síðastliðinn. Eggert Jóhannesson

Vegna þurrka og hættu á gróðureldum í Heiðmörk og öðrum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu er öll meðferð elds bönnuð á svæðinu. Hættustig ríkir nú á höfuðborgarsvæðinu vegna hættu á gróðureldum.

Miklir gróðureldar urðu í Heiðmörk þann 4. maí síðastliðinn.

Segir í fréttatilkynningu frá aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins að SMS skilaboð verði send þeim sem fara inn í Heiðmörk.

„Þar sem svæðið er víðfeðmt eru líkur á því að fólk sem er nálægt svæðinu fái einnig skilaboðin og biðjum við fólk að sýna því skilning í ljósi brýnna aðstæðna. SMS skilaboðin eru send út á íslensku, ensku og pólsku. Gróðurinn er mjög þurr og er því mikilvægt að vera ekki með eld, reykja eða notkun verkfæra sem geta skapað eldhættu á gróðursvæði,“ segir í tilkynningunni.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert