Segja starfsemi á Keldum víkjandi

Tilraunastöð HÍ í meinafræði hefur verið á Keldum í 73 …
Tilraunastöð HÍ í meinafræði hefur verið á Keldum í 73 ár. Fiskahúsið sem áhugi er á að byggja við er lengst til vinstri á myndinni. Ljósmynd/Úr safni Keldna

„Okkur er brugðið. Við höfum alltaf litið svo á að við gætum byggt okkur upp á Keldum,“ segir Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um fyrirspurn um leyfi til að byggja við fiskahús á Keldum kom fram að ekki væru gerðar athugasemdir við umsóknina en í ljósi framtíðaruppbyggingar væri starfsemin „víkjandi“ og fjarlægja þyrfti bygginguna þegar borgin krefðist þess.

Sigurður segir að svo virðist af þessari umsögn að borgin líti svo á að öll starfsemi tilraunastöðvarinnar þurfi að víkja fyrir nýrri byggð. Það væri ekki í samræmi við fyrri upplýsingar. „Gert er ráð fyrir blandaðri byggð hérna. Við höfum túlkað það þannig að við gætum verið hér áfram og þyrftum ekki að víkja út af væntanlegu skipulagi,“ segir Sigurður. Bendir hann á að erfitt geti verið að fá fjárveitingar fyrir nauðsynlegri endurnýjun og uppbyggingu með slíkum kvöðum á byggingunum.

Tilraunastöð HÍ að Keldum er leiðandi rannsóknarstofnun í dýrasjúkdómum. Hún var stofnsett árið 1948 og hefur því verið á ríkisjörðinni Keldum í 73 ár, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert