Sinubruni á Vatnsleysuströnd

Sinueldur á Vatnsleysuströnd og gosið í Geldingadölum í bakgrunni.
Sinueldur á Vatnsleysuströnd og gosið í Geldingadölum í bakgrunni. Ljósmynd/Steinar Ólafsson

Sinueldur kviknaði á Vatnsleysuströnd við Ytri-Ásláksstaði um hálftvö í dag.

Samkvæmt Brunavörnum Suðurnesja er slökkvistarf hafið á svæðinu og þrír bílar hafa verið sendir á staðinn.

Brunavarnir Suðurnesja eru á vettvangi og reyna að ráða niðurlögum …
Brunavarnir Suðurnesja eru á vettvangi og reyna að ráða niðurlögum eldsins. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Þegar mbl.is talaði við verkefnastjóra Brunavarna Suðurnesja lá ekki fyrir hver upptök eldsins voru en líklega er ekki um að ræða mjög stórt svæði.

Reyk leggur frá svæðinu og sást hann til að mynda frá höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliðsmenn berjast við sinubrunann á Vatnsleysuströnd.
Slökkviliðsmenn berjast við sinubrunann á Vatnsleysuströnd. Ljósmynd/Þröstur Njálsson
Sinubruni á Vatnsleysuströnd.
Sinubruni á Vatnsleysuströnd. Ljósmynd/Aðsend
Sinubruni á Vatnsleysuströnd.
Sinubruni á Vatnsleysuströnd. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert