Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einn þeirra var í sóttkví við greiningu. Nú eru 84 í einangrun og 543 eru í sóttkví. Þrír eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Ekkert smit greindist á landamærunum en einn var með mótefni sem fór í skimun þar í gær. Innanlands voru 1.339 skimaðir í gær og 476 á landamærunum.
Alls eru níu með Covid á Norðurlandi vestra en 40 á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Suðurlandi. Á Norðurlandi eystra er eitt smit og þrjú eru á Vesturlandi og Suðurnesjum.
Langflestir eru í sóttkví á Norðurlandi vestra, 380 manns samkvæmt Covid-19, en 68 á Suðurlandi og 74 á höfuðborgarsvæðinu.
Nýgengi innanlands á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur er 17,7 og 2,5 á landamærunum.
Eitt barn á fyrsta ári eru með smit, 7 smit eru meðal barna á aldrinum 1-5 ára, 3 smit eru á meðal barna á aldrinum 6-12 ára og 4 í aldurshópnum 13-17 ára.
Í aldurshópnum 18-29 ára eru 12 smit, 16 smit er í aldurshópnum 30-39 ára, 20 smit eru í aldurshópnum 40-49 ára, 16 smit eru í aldurshópnum 50-59 ára og fimm meðal fólks á sjötugsaldri. Enginn 70 ára og eldri er með Covid-19 á Íslandi en þessir aldurshópar eru að mestu fullbólusettir.
55.780 einstaklingar eru fullbólusettir. Eins og áður sagði er búið að bólusetja flesta 70 ára og eldri og á sjötugsaldri er bólusetningu lokið eða hún hafin hjá rúmlega 89%. Hjá 50-59 ára er hlutfallið 68% og rúm 35% hjá 40-49 ára.