Brennisteinsgas mælist langt frá gosinu

Gasmengunin barst suður á laugardag.
Gasmengunin barst suður á laugardag. Mynd/Sentinel 5P

Meira gas losnar nú frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Gosefni berast hærra upp í andrúmsloftið og lengra en áður.

Frá þessu greinir Veðurstofan og birtir mynd úr gervitunglinu Sentinel 5P, sem tekin var á laugardag.

Þar sést vel hversu langt gasmengun getur borist út fyrir landsteinana.

Á myndinni hefur tunglið mælt brennisteinstvísýring í andrúmsloftinu í um 450 kílómetra fjarlægð suður af gosstöðvunum við Fagradalsfjall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert