Nú eru 75 í einangrun vegna Covid-19 á Íslandi en voru 84 í gær. Í sóttkví eru 483 samanborið við 543 í gær. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra voru í sóttkví við greiningu en einn fyrir utan. Fjölgað hefur um einn í einangrun á Norðurlandi vestra og þeir nú tíu talsins. Fyrsta smitið þar í langan tíma greindist á föstudag. Langflestir þeirra sem eru í sóttkví eru búsettir í Skagafirðinum. Alls eru 344 í sóttkví á Norðurlandi vestra. Aftur á móti fækkar hratt fólki í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi sem og þeim sem eru í sóttkví í þessum landshlutum.
Nú eru 969 í skimunarsóttkví en einn greindist með smit við fyrri skimun á landamærunum í gær.
Eitt barn á fyrsta ári eru með smit, 6 smit eru meðal barna á aldrinum 1-5 ára, 3 smit eru á meðal barna á aldrinum 6-12 ára og 4 í aldurshópnum 13-17 ára.
Í aldurshópnum 18-29 ára eru 13 smit, 13 smit er í aldurshópnum 30-39 ára, 15 smit eru í aldurshópnum 40-49 ára, 17 smit eru í aldurshópnum 50-59 ára og þrjú meðal fólks á sjötugsaldri. Enginn 70 ára og eldri er með Covid-19 á Íslandi en þessir aldurshópar eru að mestu fullbólusettir.