Íslandsmetið slegið degi eftir að það var sett

Erlín Katla Hansdóttir hékk stúlkna lengst.
Erlín Katla Hansdóttir hékk stúlkna lengst. Skjáskot/RÚV

Íslandsmet Iðunnar Emblu Njálsdóttur í hreystigreip, sem hún setti í undankeppni Skólahreysti í gær, stóð ekki lengi því Erlín Katla Hansdóttir sló metið í undankeppninni í dag og bætti gamla metið um tæpar tvær mínútur. 

Eins og áður segir setti Iðunn, sem er í Réttarholtsskóla, sitt met í gær þegar hún hékk í 15 mínútur og tvær sekúndur. Fyrra met var 12 mínútur og 40 sekúndur og hafði það staðið í um fimm ár áður en Iðunn sló það í gær. Metið hennar var svo slegið í kvöld þegar Erlín Katla, sem keppti fyrir hönd Flóaskóla, hékk í 16 mínútur og 58 sekúndur. 

Annað Íslandsmet var sett í kvöld þegar lið Laugalækjaskóla, sem samanstóð af þeim Maríu Helgu Högnadóttur og Þorbergi Erni Hlynssyni, bætti Íslandsmetið í hraðaþrautinni um þrjár sekúndur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka