Lítið vitað um indverska afbrigðið

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á fundinum í …
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ósköp eðlilegt að indverska afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi, enda hafa þrjú undirafbrigði þess greinst í mörgum öðrum löndum.

Á upplýsingafundi sagðist hann vona að það valdi ekki hópsýkingum. Tveir hafa greinst með afbrigðið á landamæunum hérlendis og eru þeir báðir í sóttvarnahúsi. 

Hann bætti við að ekki sé mikið vitað um indverska afbrigðið, meðal annars hvort það sé meira smitandi en það breska eða hvort það sleppi undan ónæmi frá bólusetningunum.

Hann sagði að búast megi við því að afbrigðið verði ráðandi í mörgum löndum á næstunni.

Frá upplýsingafundinum í morgun.
Frá upplýsingafundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert