Sigrún Þórarinsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogsbæjar.
Sigrún hefur starfað sem skrifstofustjóri á skrifstofu ráðgjafar hjá Barnavernd Reykjavíkur frá árinu 2019.
Á árunum 2017 til 2019 var hún sérfræðingur í málefnum félagsþjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en sinnti einnig tímabundnum störfum sem félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur og leysti af sem félagsmálastjóri hjá Hvalfjarðarsveit árið 2017, að því er segir í tilkynningu.
Á árunum 2009-2017 var Sigrún sviðsstjóri (félagsmálastjóri) hjá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar og hafði áður starfað þar sem yfirfélagsráðgjafi 2008-2009. Hún hefur jafnframt starfað sem félagsráðgjafi í barnavernd hjá félagsþjónustu Hafnarfjarðar á árunum 2007-2008 og sem forstöðumaður á heimili fatlaðs fólks hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness á árunum 2004-2007.
Sigrún lauk BA-gráðu í félagsráðgjöf auk starfsréttinda frá Háskóla Íslands 2007, þá lauk hún diplómanámi í barnavernd við sama skóla auk diplóma í opinberri stjórnsýslu árið 2016. Hún er nú jafnframt að ljúka MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.