FA segir tilraun ráðuneytisins í skötulíki

mbl.is/Þorkell

Umsagnir við frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir hafa streymt til umhverfisnefndar Alþingis að undanförnu.

Þær eru almennt jákvæðar gagnvart því markmiði sem breytingarnar miða að en fjölmargt er gagnrýnt, m.a. óljós áætlun um kostnað sem þær muni hafa í för með sér.

Félag atvinnurekenda segir t.a.m. að tilraun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til að bæta við einhverju kostnaðarmati í greinargerð frumvarpsins sé mjög í skötulíki. Eingöngu sé horft á kostnað sveitarfélaga, ekki fyrirtækja.

„Þá er mat á verðlagsáhrifum eingöngu reiknað út frá (afar bjartsýnu) mati á áhrifum frumvarpsins á kostnað sveitarfélaga, sem þau eru líkleg til að velta út í verðlagið með hækkun þjónustugjalda. Engin tilraun er gerð til að meta verðlagsáhrif af úrvinnslugjaldi sem leggjast mun á nýja vöruflokka eða hækkuðu úrvinnslugjaldi vegna aukinna kvaða í lögum sem frumvarpið hefur í för með sér,“ segir í umsögn FA, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert