SAF kynna vegvísi og mælaborð

Í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa samið Vegvísi um viðspyrnu ferðaþjónustu til ársins 2025. Þar eru dregnar saman helstu áherslur SAF um starfsumhverfi greinarinnar til framtíðar.

„Endurreisn efnahagslífsins er stóra kosningamálið í haust,“ segir Jóhannes Þór Skúlason hjá SAF. „Ferðaþjónustan er verulega löskuð þrátt fyrir góða hjálp undanfarna mánuði. Ef takast á að sigrast á atvinnuleysinu og auka verðmætasköpun samfélagsins nægilega hratt þarf að horfast í augu við gallana á rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og lagfæra þá.“

Hann segir hraða viðspyrnu ekki koma af sjálfri sér verði rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni greinarinnar látin reka á reiðanum. „En ef okkur tekst að búa hana til þá vinnur viðspyrnan fyrir allt samfélagið,“ segir Jóhannes Þór.

Vegvísinn og árangursmælaborðið er að finna á vidspyrnan.is en nánar er um málið fjallað í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert