Sama hætta á gróðureldum þrátt fyrir úrkomu

Slökkviliðsmenn berjast við gróðurelda.
Slökkviliðsmenn berjast við gróðurelda. mbl/Sigurður Unnar

Hættu á gróðureldum hefur ekki verið afstýrt enn, þrátt fyrir úrkomu gærdagsins og spár um rigningu. Þetta segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

„Þótt það hafi komið einhverjir örfáir dropar í gær gerir það ekki neitt fyrir okkur,“ segir hann við mbl.is.

„Það gæti rignt aðeins í dag en mér skilst að það sé ekki nóg til að bleyta í jarðveginum. Því verður viðvarandi hættuástand áfram.“

Slökkviliðið er þess vegna enn í viðbragðsstöðu, og hefur t.a.m. bætt við sig nýjum slöngum og dælubúnaði til að búa sig undir hugsanlega brunabaráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert