Þeim sem vantar reiðhjól og vilja styðja góðan málstað í leiðinni geta nú lagt leið sína á Smiðshöfða 7 þar sem hjólasala Barnaheilla hefur opnað. Fullorðnir eru velkomnir, sem og börn, en allur ágóði rennur til verkefna Barnaheilla.
Þetta er í tíunda sinn sem hjólasöfnunin fer af stað en 299 umsóknir bárust um hjól. Nú er afgangurinn til sölu, opnunartími hjólasölunnar er eftirfarandi:
Föstudaginn 14. maí kl. 14 - 18
Laugardaginn 15. maí kl. 13-16
Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook-síðu söfnunarinnar