Björn Ingi dæmdur til að greiða 80 milljónir

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Vesturlands yfir Birni Inga Hrafnssyni fjölmiðlamanni, en hann var dæmdur til greiða þrotabúi Pressunnar ehf. 80 milljónir króna auk vaxta.

Héraðsdóm­ur­ hafði áður fallist á kröfu þrota­bús­ins um rift­ingu veðsetn­inga Press­unn­ar ehf. á eign­um fé­lags­ins með lána­samn­ingi sem gerður var á milli Press­unn­ar og Björns Inga, sem þá var stjórn­ar­formaður Press­unn­ar, í júní árið 2017.

Að auki var Birni Inga gert að greiða þrotabúi Pressunnar ehf. eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti. 

Sökuðu Björn Inga um að bjarga eigin skinni á kostnað annarra

Frjáls fjöl­miðlun ehf., sem tók yfir miðla Press­unn­ar skömmu áður en fé­lagið fór í gjaldþrot, tók einnig yfir skuld Press­unn­ar við Björn Inga á grund­velli þessa lána­samn­ings, en þess­ari yf­ir­töku skuld­anna hef­ur einnig verið rift og því þarf Björn Ingi að greiða þrota­bú­inu 80 millj­ón­ir króna.

Lög­menn þrota­bús­ins færðu rök fyr­ir því fyr­ir héraðsdómi á sínum tíma að ekk­ert í bók­haldi Press­unn­ar benti til þess að Björn Ingi hefði nokkru sinni lánað Press­unni þess­ar 80 millj­ón­ir króna, eins og hann seg­ist hafa gert í nokkr­um greiðslum. 

Þrota­búið sakaði Björn Inga um að hafa gengið frá veðsetn­ing­unni til að tryggja hags­muni sína á kostnað annarra kröfu­hafa áður en Press­an færi í þrot, en með þess­ari veðsetn­ingu öðlaðist Björn Ingi alls­herj­ar­veð í Press­unni og fjöl­miðlum út­gáfu­fé­lags­ins, Eyj­unni, Bleikt, 433 og Press­unni. 

Dómur Landsréttar kveður á um riftingu eftirfarandi veðsetninga:

  • Allsherjarveð í Pressunni ehf.
  • Firmanafnið og vörumerkið Eyjan, vefmiðillinn eyjan.is og lén síðunnar

  • Firmanafnið og vörumerkið Bleikt, vefmiðillinn bleikt.is og lén síðunnar

  • Firmanafnið og vörumerkið 433, vefmiðillinn 433.is og lén síðunnar

  • Firmanafnið og vörumerkið Pressan og útgáfuréttur Pressunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert