Á þriðjudag, 18. maí, tekur í gildi ný skilgreining sóttvarnalæknis um svæði og lönd sem talin eru vera hááhættusvæði vegna fjölda kórónuveirusmita. Farþegar frá þessum svæðum þurfa að dvelja í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Þessi nýja skilgreining gildir að óbreyttu til 25. maí.
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins, þar sem einnig segir að skilgreining um hááhættusvæði sæti stöðugu endurmati.
Farþegar sem koma frá landi eða svæði þar sem nýgengi smita er 700 eða meira þurfa skilyrðislaust að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi. Þetta á einnig við ef nýgengi smita er á bilinu 500–699 og hlutfall jákvæðra sýna er 5% eða hærra, eða ef nýgengi er yfir 500 en fullnægjandi upplýsingar um hlutfall jákvæðra sýna liggur ekki fyrir.
Lönd og svæði sem undir þetta falla eru:
Farþegar sem koma frá landi þar sem nýgengi smita er 500–699 og hlutfall jákvæðra sýna er undir 5% skulu sæta sóttkví í sóttvarnahúsi en eiga þess kost að sækja um undanþágu frá því skilyrði. Sama máli gegnir um þá sem koma þaðan sem nýgengi smita er undir 500 en hlutfall jákvæðra sýna er 5% eða hærra eða upplýsingar um hlutfall jákvæðra sýna liggur ekki fyrir. Sá sem sækir um undanþágu þarf að sýna fram á með fullnægjandi hætti að hann muni uppfylla öll skilyrði sóttkvíar í húsnæði á eigin vegum.
Lönd og svæði sem undir þetta falla eru, meðal annarra:
Alls falla 164 lönd og svæði undir þessa skilgreiningu.