Hjallastefnan sendi foreldrum barna á leikskólanum Öskju og í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík bréf þess efnis í vikunni að skólarnir gætu ekki lengur verið til húsa í Öskjuhlíðinni en Hjallastefnan missir húsnæði sitt við Nauthólsveg árið 2022.
Í öðru bréfanna segir að eins og er hafi Hjallastefnan ekkert fast í hendi varðandi framtíð skólanna í Öskjuhlíðinni. Kannað var hvort barnaskólinn gæti flutt inn í húsnæði Korpuskóla en þær viðræður báru ekki árangur. Stjórnin segist þó langt frá því að gefast upp, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.