Kanna hvort kerfið feli í sér ólögmæta aðstoð

Framkvæmdir við virkjunTungufljóts í Biskupstungum.
Framkvæmdir við virkjunTungufljóts í Biskupstungum. mbl.is/Hari

„Frá því Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð 2011 hefur starf samtakanna mikið til snúist um þetta, að sveitarfélög fái ekki fasteignagjöld af virkjanamannvirkjum,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, fyrrverandi formaður Samtaka orkusveitarfélaga, í samtali við Morgunblaðið.

Að mati samtakanna er innbyggt í þetta kerfi óréttlæti og þykir þeim að það þurfi breytingar.

Samtök orkusveitarfélaga hafa sent kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot íslenska ríkisins á ákvæðum EES-samningsins um ríkisstyrki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ákvæði í lögum um skráningu og mat fasteigna gerir það að verkum að verulegur hluti fasteignafjárfestingar fyrirtækja í raforkuframleiðslu er undanþeginn fasteignamati og þar með álagningu fasteignaskatts.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert