Tíðar ferðir steypubíla í grunninn

Allt að 100 manns hafa unnið við verkið undanfarna mánuði. …
Allt að 100 manns hafa unnið við verkið undanfarna mánuði. Þetta verður eitt stærsta hús Íslands, 70 þúsund fermetrar. Á spítalanum verður rými fyrir allt að 480 sjúklinga. Ljósmynd/Nýr Landspítali

Uppsteypa meðferðakjarna Nýs Landspítala er í fullum gangi og hefur hún gengið vel, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum Hringbrautarverkefnisins. Enda hefur veður verið einstaklega hagstætt.

Uppsteypan hófst í nóvember síðastliðnum og er reiknað með að hún standi yfir í 33 mánuði. Eykt er aðalverktaki uppsteypunnar og Steypustöðina sér um að útvega steypuna í verkið.

„Við erum enn þá að steypa undirstöðurnar, það er gríðarlega stórt verkefni og gengur vel. Samtals hafa farið um 4.300 rúmmetrar af steypu í grunninn og af því eru 2.500 rúmmetrar bara í undirstöðurnar,“ segir Kai Westphal framkvæmdastjóri Steypu, framleiðslu og dreifingar hjá Steypustöðinni í Morgunblaðinu í  dag. Það hafa því verið tíðar ferðir steypubíla í grunninn að undanförnu.

Við framkvæmdina eru notaðir snjallnemar frá Giatec, sem mæla hita og styrk steypunnar í rauntíma í mannvirkjum. Um 50 þráðlausir nemar eru í miðri steypunni sem fylgjast náið með hitaþróun í undirstöðum til að stýra kælingu og koma í veg fyrir sprungumyndun og meta hvenær rétti tíminn er til að slá mótin frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka