Tvö smit greindust innanlands - báðir í sóttkví

Frá skimun vegna kórónuveirunnar við Suðurlandsbraut.
Frá skimun vegna kórónuveirunnar við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram á Covid.is. Þeir voru báðir í sóttkví við greiningu. Fjórir eru núna á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sem er fjölgun um einn síðan síðustu tölur voru birtar á síðunni á miðvikudaginn. 

63 eru í einangrun og hefur þeim fækkað um 12. 

Á landamærunum greindust tvö smit. 

Núna eru 330 manns í sóttkví, sem er fækkun um 153 frá síðustu tölum. 

Tekin voru 1.926 sýni. 

Alls eru 29 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, 14 á Suðurlandi, 14 á Norðurlandi vestra, 3 á Suðurnesjum og 3 á Vesturlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert