Arnar Sigurðsson vínkaupmaður hjá Santewines SAS, netverslun með áfengi, segist ekki eiga von á neinum kærum vegna nýbreytni sinnar, þar sem einokunarverslun ríkisins með áfengi er rofin. Hins vegar hafi hann kvartað undan ÁTVR til Neytendastofu vegna notkunar hennar á heitinu Vínbúðin á rekstri sínu. Fyrir því sé engin lagastoð og viðskiptaboð á hennar vegum villandi. ÁTVR geti ekki talað fyrir allar vínbúðir landsins.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegu viðtali yfir rauðvínsglasi við Arnar í Dagmálum, streymi sem opið er öllum áskrifendum Morgunblaðsins. Þar er bæði rætt um hvernig netverslun með vín eigi sér stað, en jafnframt hvernig hún samrýmist markmiðum áfengislaga, samkeppnisstöðu gagnvart ÁTVR og fleira.
Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.