Björguðu stúlku af þaki leikskóla

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Morgunblaðið/Eggert

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom í kvöld 14 ára stúlku ofan af þaki leikskóla í Kópavogi. 

Að sögn varðstjóra hafði stúlkan klifrað upp á þak skólans en ekki treyst sér niður af því aftur. 

„Hún náði að príla upp á þakið en þorði síðan ekki aftur niður greyið stúlkan. Við fögnum því að krakkar séu úti að leika sér, séu ekki bara í símum og svona, svo við fórum bara fagnandi í þetta útkall og björguðum því,“ segir varðstjóri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert