Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í dag vegna manns sem hafði dottið af rafmagnshlaupahjóli. Talið er að maðurinn sé viðbeinsbrotinn.
Þá stöðvaði lögregla bifreið í Kópavogi, en þrír voru í bifreiðinni. Við frekari skoðun kom í ljós að þeir voru allir án skilríkja og dvalarleyfis. Voru þeir allir vistaðir í fangaklefa á meðan verið er að rannsaka málið.