Lággjaldaflugfélagið EasyJet mun fljúga beint áætlanaflug frá Bristol-flugvelli í suðvestur Englandi til Keflavíkur, frá og með frá 31. október næstkomandi. Fargjaldið er sagt að muni nema frá um 15 þúsund krónum. Á mánudag verður Bretum leyft að hefja sig til flugs á ný, í frí erlendis.
Þetta kemur fram í staðarmiðlum Bristol og nágrennis.
Einnig horfa bresk flugfélög til Portúgal sem mögulegs áfangastaðar auk Íslands, á meðan reynt verður að forðast flug til landa sem skilgreind eru sem hááhættusvæði, eða „rauð lönd“ á lista breskra heilbrigðisyfirvalda.
EasyJet segir að ekki verði flogið til landa sem eru rauð og að þeir sem eigi bókað flug til gulra landa geti breytt bókuninni án endurgjalds eða fengið inneign.
British Airways mun aðeins endurgreiða ef fluginu er aflýst en aðrir geti óskað eftir því að fá inneignarnótu.