Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, standa í dag klukkan 11 fyrir fundi um fjármál Reykjavíkurborgar, en ársreikningur borgarinnar var kynntur í vikunni.
Á fundinum mun Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, fara yfir fjármál borgarinnar, en í tilkynningu vegna fundarins er bent á að heildarskuldir borgarinnar nemi 386 milljörðum og hafi hækkað úr 345 milljörðum árið áður.
Vegna samkomutakmarkana er hámarksfjöldi á fundinn í Valhöll 50 manns, en hægt verður að fylgjast með honum í streymi.