Tveir með smit í gær

Frá sýnatöku vegna Covid-19.
Frá sýnatöku vegna Covid-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir einstaklingar greindust með Covid-19-smit í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Báðir sem greindust voru í sóttkví. Enginn greindist á landamærunum.

Ekki eru birtar tölur á covid.is um helgar og því liggja aðeins fyrir bráðabirgðatölur. Miðað við þennan fjölda hafa 22 smit greinst síðustu vikuna hér á landi. Sex þeirra voru utan sóttkvíar, en 16 í sóttkví.

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tvö smit hefðu greinst á Sauðárkróki í gær. Má því ætla að engin önnur smit hafi greinst í gær. 

Aðgerðastjórn á Norðurlandi vestra mun funda í dag um stöðu mála í umdæminu og ákveða hvort slaka megi á staðbundnum sóttvarnareglum sem eru þar í gildi. Það yrði þá að öllum líkindum gert á mánudag, verði yfir höfuð ákveðið að ráðast í tilslakanir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert