Tveir unnu fimm milljónir

Lottó.
Lottó.

Tveir miðahafar höfðu heppnina með sér í lottóúrdrætti kvöldsins og deila með sér fyrsta vinningi. Fær hvor vinningshafinn um sig rúmar fimm milljónir króna. 

Vinningstölurnar voru 14, 17, 23, 25 og 36. Annar miðinn var keyptur í lottó-appinu, en hinn var í áskrift. 

Enginn vann annan vinning kvöldsins. 

Einn var með fimm réttar tölur í jókernum og fær sá tvær milljónir króna. Miðinn var keyptur hjá Íslenskri getspá á Engjavegi 6. Fjórir voru með fjórar réttar tölur í jókernum og fær hver 100 þúsund krónur. Miðarnir voru ýmist keyptir í lottó-appinu eða í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert