24 þúsund bólusettir í vikunni

Bólusett er með öllum fjórum bóluefnunum sem eru með markaðsleyfi …
Bólusett er með öllum fjórum bóluefnunum sem eru með markaðsleyfi á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls verða um 24 þúsund einstaklingar bólusettir hér á landi með öllum fjórum tegundum bóluefna í þessari viku.

Samtals fá um 12 þúsund bóluefni Pfizer, skiptist jafnt í fyrri og seinni bólusetningu. Einnig fá um 7 þúsund bólusetningu með bóluefni Moderna, bólusett verður með 4 þúsund skömmtum af Janssen-bóluefninu og um 1.500 einstaklingar fá bóluefni AstraZeneca að því er segir á vef embættis landlæknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert