Birta nýja gervihnattamynd af gosinu

Gervitunglið er búið innrauðum hitamæli (TIRS).
Gervitunglið er búið innrauðum hitamæli (TIRS). Ljósmynd/Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands

Eldjfallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti nýja gervihnattamynd af gosstöðvunum á Facebook-síðunni sinni.

Myndin er tekin úr gervihnetti geimferða- og jarðvísindastofnana Bandaríkjanna, NASA og UGS, en gervihnötturinn er með innrauðan skanna.

„Skanninn um borð í gervitunglinu er næmur á fjölmargar bylgjulengdir, sem gerir notendum kleift að skoða ýmsa eiginleika yfirborðs jarðar. Með því að skoða mið- og nærinnrauða geislun sérstaklega er hægt að greina á milli gíga, hraunáa, virkra hraunjaðra og annars yfirborðs,“ segir í færslu hópsins.

„Á myndinni í dag sést vel hve virknin er mikil í Geldingadölum, "nafnlausa" dal og Meradölum. Fíndregnar línur sýna einnig helstu breytingar síðastliðna viku. Mesta athygli fá væntanlega svæðin syðst þar sem verið er að útbúa garða til að stöðva/tefja hraunrennsli í átt að suðurströndinni.“

Gervitunglið LANDSAT-8 var komið á sporbaug í 705 kílómetra hæð yfir jörðu árið 2013 og er nýjasta gervitungl jarðvísindastofnunar Bandaríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert