Blinken kominn til landsins

Blinken gengur niður tröppurnar frá flugvélinni.
Blinken gengur niður tröppurnar frá flugvélinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Kom hann til landsins um borð í Boeing-þotu bandarískra stjórnvalda, sem tók á loft frá Danmörku fyrr í dag.

Þotan flaug hingað með ráðherrann frá Danmörku.
Þotan flaug hingað með ráðherrann frá Danmörku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðherrann er hingað kominn meðal annars til að funda með öðrum utanríkisráðherrum aðildarríkja norðurskautsráðsins.

Sömuleiðis mun hann eiga fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Guðna Th. Jóhannessyni forseta og loks sérstakan fund með utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov.

Vindurinn hefur oft verið meiri á Keflavíkurflugvelli en nú í …
Vindurinn hefur oft verið meiri á Keflavíkurflugvelli en nú í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert