Flugeldaauglýsing Landsbjargar bönnuð

Hér má sjá umrædda auglýsingu
Hér má sjá umrædda auglýsingu tekið af facebook síðu Kyndils

Neytendastofa hefur lagt bann við birtingu fullyrðinga sem komu fram í flugeldaauglýsingum Slysavarnarfélagsins Landsbjörg. Þær séu ósannaðar og hafi að geyma rangar upplýsingar.

Fullyrðingarnar birtust undir yfirskriftinni „Öndum léttar – Umhverfisvænni flugeldar“. Einnig var lagt bann á myndmerki með skopgerðum flugeldi og laufblaði þar sem stóð „Umhverfivænni flugeldar“.

Landsbjörg taldi sig geta farið í þessa herferð einkum í ljósi þeirra ráðstafana sem þeir hafa gripið til í tengslum við flugeldasölu til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Sem dæmi má nefna að sorpgámar eru nú staðsettir við helstu sölustaði, pappi og plast sem fellur til við flugeldasölu er flokkaður og endurunninn og samstarf hefur komist á milli Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands varðandi gróðursetningu á trjám.

Framsetning fullyrðinganna villandi

Aðrar fullyrðingar, sem sjá mátti á auglýsingunum og snúa að eiginleikum flugeldanna sjálfra, eru komnar til vegna lagabreytinga. Þessar lagabreytingar hafa haft í för með sér að flugeldar geti nú almennt talist umhverfisvænni en þeir voru áður.

Framsetning fullyrðinganna í auglýsingunni var hinsvegar talin villandi enda ekki ljóst hvort flugeldar Landsbjargar væru nú umhverfisvænni en áður eða umhverfisvænni en aðrir flugeldar á almennum markaði.

Neytendastofa taldi að þessar fullyrðingar um „umhverfisvænni flugelda" væru því ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar. Birting þeirra hefur því verið bönnuð enda eru svona fullyrðingar til þess fallnar að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda.

lög hafa verið sett um eiginleika flugelda sem gera þá …
lög hafa verið sett um eiginleika flugelda sem gera þá skör umhverfisvænni en áður mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert