Lokun flugbrautar skapi hættu

Haugurinn. Flugmenn telja þessa tilhögun geta skapað hættu í neyð.
Haugurinn. Flugmenn telja þessa tilhögun geta skapað hættu í neyð. mbl.is/Árni Sæberg

Koma hefði mátt í veg fyrir skemmdir sem urðu á flugvél, sem lenda þurfti í hliðarvindi á Reykjavíkurflugvelli, hefði vélin getað nýtt flugbraut sem nýlega hefur verið lokað.

Efnishrúgu og hindrunum hefur verið komið fyrir á aflagðri flugbrautinni. Matthías Sveinbjörnsson, formaður Flugmálafélags Íslands, segir að hindranirnar séu ekki í þágu öryggis, enda útiloki þær að unnt sé að nota brautina í neyðartilvikum.

„Vélin sem þarna átti í hlut lenti á braut sem var í notkun en vegna þess að það var hliðarvindur á þeirri braut lenti hún í vandræðum, skemmdist illa og þurfti að fara í miklar viðgerðir í kjölfarið,“ segir Matthías.

Hann tekur undir sjónarmið flugmanna sem hafa bent á að hindranirnar skapi hættu á svæðinu. „Við höfum ekki séð svona hindranir á öðrum flugvöllum. Mölin gerir það að verkum að það er erfitt að opna brautina ef á þarf að halda. Okkur finnst þetta svo mikill óþarfi því þetta er ekki í anda flugvirkja og ekki í þágu öryggis,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka