Móðurstöð Fab Lab opnar á Akranesi

Samningur um móðurstöð Fab Lab var undirritaður í dag.
Samningur um móðurstöð Fab Lab var undirritaður í dag. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

Móðurstöð stafrænu smiðjunnar Fab Lab mun opna á Akranesi um næstu mánaðamót. Hefur bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Sævar Freyr Þráinsson, skrifað undir samstarfssamning þess efnis ásamt 23 samstarfsaðilum. Segir frá þessu á vef Skagafrétta

„Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Akraneskaupstað. Með þessu erum við á Akranesi að stuðla að því að við náum að undirbúa okkur betur fyrir fjórðu iðnbyltinguna sem á eftir að hafa gríðarleg áhrif á allt með gervigreind, sjálfvirknivæðingu og fleiru,“ segir Sævar í samtali við mbl.is.

Fab Lab er smiðja með tækjum og tólum þar sem frumkvöðlum er gert kleift að skapa nánast hvað sem er með aðstoð stafrænnar tækni. 

Þrjú fyrirtæki taka þátt í uppbyggingu og þróun smiðjunnar með sérstöku framlagi; ELKEM, Norðurál og Skaginn 3X en Brim leggur til aðstöðu. Samanlagt leggja þessir aðilar 12 milljónir króna til verkefnisins á næstu þremur árum en atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið leggur einnig verkefninu lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert