Stal úr skartgripaverslun

Lög­regl­an fékk til­kynn­ingu um að verið væri að brjót­ast inn í skart­gripa­versl­un í miðborg­inni á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi. Þar hafði rúða verið brot­in og skarti stolið úr versl­un­inni. Skömmu síðar hand­tók lög­regl­an mann með þýfið og er hann nú vistaður í fanga­geymsl­um lög­regl­unn­ar. 

Fyrr um kvöldið hafði verið til­kynnt um inn­brot og þjófnað í Garðabæn­um en þar höfðu hús­ráðend­ur  farið að heim­an yfir helg­ina og þegar þau komu heim í gær­kvöldi var búið að brjót­ast inn og stela verðmæt­um.

Í nótt barst lög­reglu ábend­ing um menn sem voru að brjót­ast inn í bif­reið í Aust­ur­bæn­um (hverfi 108). Einn var hand­tek­inn á vett­vangi og karl og kona skömmu síðar þar skammt frá en þau höfðu farið af vett­vangi.

Í dag­bók lög­regl­unn­ar seg­ir að fólkið hafi komið á bif­reið sem það skildi eft­ir á vett­vangi en það er grunað um hylm­ingu og brot á vopna­lög­um. Þau voru vistuð fyr­ir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.

Síðdeg­is í gær voru síðan höfð af­skipti af manni sem er grunaður um hnupl úr versl­un í Kópa­vog­in­um en hann hef­ur ít­rekað verið stöðvaður við búðahnupl.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert