Aukið álag vegna kórónuveirufaraldsins

Mesta álag faraldursins lenti að stærstum hluta á konum.
Mesta álag faraldursins lenti að stærstum hluta á konum. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Umsvif hins opinbera jukust til muna vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn og þess fordæmalausa álags á heilbrigðisþjónustuna sem faraldrinum fylgdi. Vinnuálag í faraldrinum hækkaði mikið og unnu opinberir starfsmenn 3,5 milljónum fleiri vinnustunda árið 2020 en árið þar áður.

Mest var aukningin í heilbrigðisþjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt greiningu BHM.

Graf/Hagstofa Íslands

Konur í framlínu

Álag faraldursins lenti að stærstum hluta á konum þar sem um önnur hver kona á Íslandi vinnur hjá hinu opinbera, meðan hlutfall karla er um 16%, en konur eru 76% af þeim sem starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Þó svo að atvinnugreinar hagkerfisins hafi upplifað um 9% samdrátt að meðaltali síðastliðið ár, þá uxu atvinnugreinar á opinberum markaði um 3%, Þá er verið að horfa til stjórnsýslu, almannatrygginga, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Ef hið opinbera hefði ekki staðið við lífskjarasamninga og farið í þá framleiðsluaukningu sem fylgdi faraldrinum, hefði Ísland setið á toppi listans yfir lönd hvað varðar mestan samdrátt í hagkerfi í Evrópu, segir í greiningu BHM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert