Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, situr nú á fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í Hörpu en eftir hádegi mun Blinken funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún hyggst nota tækifærið og hvetja hann og utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, til þess að beita sér á alþjóðlegum vettvangi til að ná friðsamlegri lausn í átökum Ísraelsmanna og Palestínumanna.
Að þeim fundi loknum á Blinken fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.
Fyrir utan Hörpu hefur hópur mótmælenda komið saman og er þar ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs mótmælt.
Blinken kom til landsins í gærkvöldi með beinu flugi frá Danmörku. Hann mun funda með Norðurskautsráðinu í Hörpu á fimmtudag.
Á dagskrá ráðherrans eru málefni norðurslóða sem og tvíhliða málefni vestnorrænu landanna þriggja, Íslands, Færeyja og Grænlands.